Karfa

 • Engar vörur í körfu

Núllstillingarpakki stór.

24.560 kr

Frír sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðandi: Heilsubarinn

Núllstillingarpakkinn hentar frábærlega sem viðbót við námskeiðið Núllstilling. 

Þessi pakki er talinn:

 • Draga úr bólgum, stoðkerfisverkjum og stífleika í liðum
 • Bæta húð, hár og neglur
 • Auka orkuna
 • Bæta svefninn 
 • Hafa jákvæð áhrif á streitu og stress
 • Hafa jákvæð áhrif á þarmaheilsu

 

Það sem er í pakkanum er:

Clean Collagen frá sænska fyrirtækinu Nyttoteket

 • Er með hátt prótein innihald (91%)
 • Frá sænskum grasfóðruðum nautgripum
 • 100% vatnsrofið (hydrolyzed) kollagen
 • Kollagen týpa 1 og 3
 • Paleo og ketó
 • Bragðlaust og lyktarlaust
 • Blandast mjög auðveldlega í heita og kalda drykki
 • Hátt í glýsíni, prólíni og hydroxoprólíni.
 • Inniheldur engar gervisætur eða sykur
 • Engin sýklalyf notuð í nautgripum

Hreint kollagen kemur úr kúm sem eru grasfóðraðar allt árið um kring.

Framleiðsluaðferð:

Beinaseyðið er frá sænska fyrirtækinu Nyttoteket.

Kollagenið kemur úr kúm sem eru grasfæddar allt árið um kring. Kollagenið er framleitt með ensím vatnsrofi sem gerir það mjög uppleysanlegt í heitum og köldum vökva. Mólekúl þyngdin í kollageninu eru 3000 Dalton. Kollagenið samanstendur aðallega af týpu 1 en einnig smá týpu 3.

Innihaldslýsing: 

Hreint vatnsrofið kollagen

Ef þú notar eina matskeið á dag þá er pakkinn 70 skammtar.

Ef þú notar tvær matskeiðar á dag þá er pakkinn 35 skammtar.

Notkunarleiðbeiningar

Blandaðu 1-2 matskeiðum af dufti við vökva að eigin vali (heitan eða kaldan). Mælt er með því að prófa hvaða skammtur hentar þér. Það hentar vel að blanda kollageninu í kaffi, te, hristinga, vatn, safa, súpur og kássur.

Næringargildi:

Nutritional value


 / 100g   / 15g
 Energy kJ / kcal  1547/364   232/57 
 Protein 91 g 13.5 g
 Carbohydrates 0 g 0 g
  of which sugars 0 g 0 g
 Fat 0 g 0 g
  of which saturated 0 g 0 g
 Fiber 0 g 0 g
 Salt 0.2 g 0.0 g

 

Amino acid profile

  / 100g     / 15g
 Alanine  8.4 g  1.26 g
 Arginine  7.7 g  1.16 g
 Aspartic acid  4.5 g  0.68 g
 Cysteine  0 g  0 g
 Glutamic acid  10 g  1.5 g
 Glycine  23.3 g  3.5 g
 Histidine  0.9 g  0.47 g
 Hydroxylysine 1.5 0.23 g
 Hydroxyproline 12.3 1.85 g
 Isoleucine  1.2 g  0.18 g

 

Hvað er kollagen?

Kollagen er eitt stærsta próteinið í líkamanum, eða um 30-35%. Hægt er að hugsa um kollagen sem límið sem heldur líkamanum saman. Það finnst í hári, húð, nöglum, liðum, sinum og í líffærum eins og hjarta, lungum og lifur. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen en er líka að brjóta það niður á sama tíma.

Kollagen er ríkt af glýsínum, prólenum og hýdrocýprólenum, amínósýrunum sem hjálpa líkamanum að framleiða nýtt kollagen.

Tegundir af kollageni

Um 28 mismunandi tegundir af kollageni finnast í líkamanum en tegundir I, II og III mynda um 80-90% af því [1,2,3]. Tegundir I og III byggja upp húð, vöðva og sinar en tegund II finnst í brjóski og augum. [4]

Hvers vegna þarf ég að taka inn kollagen, fæ ég ekki nóg úr fæðu eða framleiði sjálf/ur?  

Eins og kom fram áðan er líkaminn að brjóta niður prótein eins og kollagen og gerir það á sama hraða eftir því sem við eldumst en með aldrinum minnkar einnig framleiðslan á kollageni.

Áður fyrr borðuðu Íslendingar mun meiri fæðu sem innihélt kollagen, eins og beinaseyði, hjörtu, lifur og sinar. Kollagen á duftformi er frábær leið til að bæta upp fyrir minni neyslu.

Húð, neglur og hár

Það sem gerist í húðinni þegar kollagen minnkar með aldrinum (byrjar eftir tvítugs aldurinn) [6] er að við sjáum fínar línur slappari húð. [5] Rannsóknir benda til þess að neysla kollagens geti styrkt húðina, aukið teygjanleika hennar og dregið úr fínum línum. [6,7] Kollagen er talið hjálpa til við að viðhalda raka húðarinnar og örva náttúrulega framleiðslu fíbríns og elastíns sem eru prótín nauðsynleg fyrir góða heilsu húðarinnar.[15,16,17] Kollagen er einnig talið auka nagla- og hárvöxt.

 Bein og liðir

Rannsóknir benda til þess að neysla kollagens geti dregið úr liðverkjum og stífni eftir æfingar [8,9,10] og benda nýlegar rannsóknir til þess að neysla þess geti styrkt beinin.[11] [13,14]

Þarmaheilsa

Ef þarmaveggirnir verða of gegndræpir fara þeir að hleypa of stórum ögnum í gegnum sig og getur það valdið meltingarvandamálum, fæðuóþoli, heilaþoku, húðvandamálum, sjálfsofnæmissjúkdómum og fleira. Kollagen er fullt af amínósýrum og peptíðum sem eru frábær til að styrkja þarmaveggina og hjálpa til við að minnka þetta gegndræpi og viðhalda heilbrigði í þarmaveggjunum.

 

B -vítamín blanda:

Þessi B vítamín blanda frá Seeking Health inniheldur 8 tegundir af B vítamínum. Fólatatið, B-12, ribóflavín og B6 eru á virku formi. Blandan inniheldur einnig B vítamín samverkandi kólín til að styðja við metabólisma. Virka formið af fólati, L-5-MTHF er sérstaklega hentugt til að styðja við þarfir taugakerfisins þar sem þetta er eina tegundin af fólati sem fer í gegnum heilaþröskuld í blóði (blood brain barrier).  Formið (methylcobalamin og adenosylcobalamin) á B-12 í þessari blöndu er mjög auðupptakanlegt. 

Níasín er mikilvægt fyrir meltingu, húð, og taugar og er mikilvægt til að breyta mat í orku. 

Thíamín (B1): er mikilvægt fyrir orkuskipti líkamans.

Ribóflavín ( B2): er mikilvægt fyrir heilbrigða orku, sterkt ónæmiskerfi, heilbrigt hár og heilbrigða húð og slímhimnur. 

P-5-P og B6 er mikilvægt fyrir heilbrigða virkni yfir 100 ensíma, aðallega tengt prótín metabólisma. 

Pantóþensýra (B5):  aðstoðar hin B vítamínin í að umbreyta fæðu í nothæfa orku. Hún er líka nauðsynlegur hluti af eiginleika líkamans til að búa til fjölbreytt ensím. 

Bíótín: styður heilbrigðan kolvetna metabólisma og er nauðsynlegt fyrir heilbrigt hár, heilbrigða húð og neglur. 

Innihaldslýsing:

Serving Size: 1 Capsule
Servings Per Container: 100

AMT %DV
Thiamin (as thiamine hydrochloride) 25 mg 2,083%
Riboflavin (as riboflavin 5'-phosphate sodium) 20 mg 1,538%
Niacin (79% as inositol hexanicotinate and 21% as niacin) 95 mg 594%
Vitamin B6 (as pyridoxal 5'-phosphate) 20 mg 1,176%
Folate [50% as Quatrefolic® (6S)-5-methyltetrahydrofolate, glucosamine salt and 50% as calcium folinate] 680 mcg DFE (400 mcg) 170%
Vitamin B12 (80% as MECOBALACTIVE® methylcobalamin and 20% as adenosylcobalamin) 50 mcg 2,083%
Biotin 750 mcg 2,500%
Pantothenic Acid (as d-calcium pantothenate) 125 mg 2,500%
Choline (as choline bitartrate) 50 mg 9%
DV = Daily Value


Other Ingredients: Vegetarian capsule (hypromellose and water), ascorbyl palmitate, and silica.

Ráðlagður dagsskammtur:

1 hylki með mat. Ekki er mælt með að taka inn innan við 5 klst fyrir svefn. (getur haft örvandi áhrif)

Fæðubótarefnið hentar fyrir vegan og grænmetisætur. 

Engir af eftirtöldum ofnæmisvöldum er í vörunni:

Mjólk, egg, fiskur, skelfiskur, trjáhnetur, jarðhnetur, hveiti, soja, glúten.

 

Optimal Liposomal Curcumin with resveratrol:

Í hverjum skammti af fæðubótarefninu færðu 200mg af kúrkúmín og 75mg af náttúrulegu resveratróli. Blandan er lípósómal til þess að auka upptakanleika og nýtingu á kúrkúmín og resveratróli. Kúrkúmín er þekkt fyrir andoxunareiginleika sína ásamt stuðningi við bólguviðbragð líkamans.

Resveratról er einnig þekkt fyrir andoxunareiginleika sína og finnst það náttúrulega í hýði og steinum vínberja og berja og í rauðvíni. Rannsóknir benda til þess að resveratrol lækki mögulega blóðþrýsting [1] með því að hjálpa til við að framleiða nitur oxíð sem er æðaslakandi [2,3] . Einnig sýna rannsóknir mögulega minnkun á þrýstingi á æðaveggi við hjartslátt [4]. 

Innihaldslýsing:

Serving Size: 1 1/4 tsp (6 ml)
Servings Per Container: 30

AMT %DV
Curcuminoids (from turmeric root) 200 mg **
Resveratrol 75 mg **
**Daily Value (DV) not established.


Other Ingredients: Phosphatidylcholine (from non-GMO sunflower oil)-glycerin complex, non-GMO oleic acid, purified water, natural flavors, potassium sorbate (0.1%, to deter spoilage).

Hentar fyrir vegan og grænmetisætur. 

Ofnæmisupplýsingar:

Inniheldur ekki mjólk, egg, fisk, skelfis, trjáhnetur, jarðhnetur, hveiti eða soja. 

Ráðlagður dagsskammtur:

1 og 1/4 tsk (6ml). Hristist létt fyrir notkun. Ekki skiptir máli hvort þetta er tekið með eða án matar. Ekki neyta innan við 3 tímum fyrir svefn (getur haft örvandi áhrif).

 

Magnesíum Glycinate:

Magnesíum er talið eitt af mikilvægustu steinefnum líkamans. Það tekur þátt í yfir 600 mismunandi lífefnafræðilegum viðbrögðum líkamans [1-18] Þetta magnesium glycinate frá Seeking Health er á duftformi og hentar vel ef þú vilt aðlaga skammtinn að þínum þörfum. Duftformið er líka auðupptakanlegra en hylki þar sem líkaminn þarf ekki að brjóta hylkið niður. Þeir sem eru til dæmis meða lélega ensím virkni geta átt í erfiðleikum með að brjóta hylkið niður og nýtist innihaldið þá ekki og skilast jafnvel út án þess að hafa komist almennilega útúr hylkinu sínu eða of seint fyrir staðinn sem það átti að virka á. 

Glycinate tekur eins og önnur form af magnesíumi þátt í fjölmörgum viðbrögðum líkamans en er talið henta einkar vel fyrir slökun og svefninn. Flestir þola vel þetta form á magnesiumi og er sjaldgæft að það valdi meltingaróþægindum eins og önnur form af magnesíum eiga til að gera. 

Magnesíum er í eðli sínu basískt og getur skilið eftir vont eftirbragð, þess vegna er sítrónusýru bætt við blönduna.

Hægt er að setja durftið í vatn (ekkert sérstakt á bragðið), eða í djús, hristinginn eða í mat. 

Innihaldslýsing:

Serving Size: 1 scoop
Servings Per Container: 120

AMT %DV
Magnesium (as TRAACS® bisglycinate chelate*) 200 mg 48%
% DV (Daily Value) based on standard 2,000 calorie daily intake
**Daily Value not established


Other Ingredients: Citric acid and silicon dioxide.
*Albion® Laboratories

Hentar fyrir vegan og grænmetisætur. 

Ráðlagður dagsskammtur:

1 skeið daglega (skeið fylgir með, gætuð þurft að grafa eftir henni). 

 

Heimildir

[1] https://cshperspectives.cshlp.org/content/3/1/a004978

[2] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2846778/

[3] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK21582/

[4] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24401291/

[5] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26362110/

[6] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18416885/

[7] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22500661/

[8] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24852756/

[9] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29337906/

[10] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23228664/

[11] https://ods.od.nih.gov/factsheets/VitaminC-HealthProfessional/

[12] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23228664/

[13] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11071580/

[14]  https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25314004/

[15] https://www.jmnn.org/article.asp?issn=2278-1870;year=2015;volume=4;issue=1;spage=47;epage=53;aulast=Borumand

[16] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23949208/

[17] https://www.researchgate.net/publication/259628887_Oral_Intake_of_Specific_Bioactive_Collagen_Peptides_Reduces_Skin_Wrinkles_and_Increases_Dermal_Matrix_Synthesis

Customer Reviews

No reviews yet
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)