Hlutverk ensíma í meltingarveginum er að brjóta niður næringu eins og prótín, fitu, sterkjur, sykrur, trefjar og laktósa. Líkaminn framleiðir sjálfur ensím en algengt er að skortur sé á þessum ensímum og matur sé því að fara í gegn ómeltur að hluta til.
Algengt er að fólk finni fyrir meltingaróþægindum eftir að hafa borðað mat. Dæmi skammtíma óþægindi sem geta tengst illa meltum mat og skorts á ensímum eru loftgangur, uppþemba og orkuleysi eftir að hafa borðað. Lengri tíma skortur er talinn geta leitt til ónógrar upptöku á næringarefnum, þreytu, aukningar á aukakílóum og húðvandamála.
Þetta ensím er fyrir alla sem finna fyrir meltingaróþægindum eftir að hafa borðað en er sérstaklega hannað fyrir íþróttafólk. Athugið að blandan hentar ekki fyrir þá sem eru með slæmar magabólgur eða magasár.
Ekki eru allir sem finna strax fyrir létti af einkennum, það getur tekið tíma.
Kostir þess að taka ensím:
Virkni meltingarkerfis:
Með aldrinum og sökum stress og streitu er algengt að meltingarkerfið sé ekki að vinna eins vel og það á að gera. Þessi blanda af ensímum er breiðvirk og virkar á mismunandi sýrustigum og virkar þá á mismunandi stöðum í þörmunum. Blandan inniheldur einnig ensím sem brjóta niður trefjar og sykrur sem geta verið tormeltar. Þess vegna getur blandan hjálpað til við loftgang, uppþembu og önnur einkenni lélegrar meltingar.
Kerfis ensím (systemic enzymes) geta hjálpað til við endurheimt eftir æfingar og jafnað viðbragð ónæmiskerfis
Ensímin innihalda kerfis ensím sem komast inní blóðrásina. Þessi ensím geta mögulega brotið niður "rusl" sem myndast við ferlið við að líkaminn láti sár gróa [1]. Þau eru einnig talin styðja við frumuendurnýjun og myndun á kollageni.
Algengt er að endurheimt eftir æfingar feli í sér ferlið þar sem líkaminn lætur sár gróa (wound healing process). Þess vegna geta ensímin stutt við endurheimt og minnkað særindi eftir æfingar [2].
Aukin orka
Það að hafa slæma meltingu krefst mikillar orku fyrir líkamann. Það er aðalástæðan fyrir þreytu eða orkuleysi eftir að hafa borðað mat sem meltingin þín ræður illa við. Matur sem fer í gegnum meltingarveginn ómeltur getur kveikt á ónæmiskerfis viðbragði sem getur leitt til bólgu og það krefst einnig mikillar orku. Ef upptaka á næringarefnum er ekki góð, getur það leitt til þess að birgðir af B-12 vítamíni og járni getur verið lágt sem getur valdið orkuleysi.
Hjálp við fæðuóþol
Skortur á meltingarensímum í meltingunni frá brisinu er talið tengjast svokölluðu "Leaky Gut" ástandi sem getur leitt til bólgu í líkamanum [3]. Talið er að "Leaky Gut" geti leitt til þess að matur og óæskileg efni úr bakteríum komist í tæri við ónæmiskerfið og að fæðuóþol eða ofnæmi myndist við það.
Það að hafa óæskileg efni úr bakteríum í blóðinu er talið geta leitt til vægrar bólgu í líkamanum sem er talið geta leitt til offitu, blóðsykursójafnvægis, heilaþoku og jafnvel þunglyndis [4].
(Hafið í huga að eins og með önnur fæðubótarefni eru þau ekki ætluð til að koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma).
Betri nýting á næringarefnum
Steinefna skortur er talinn mjög algengur nú til dags vegna skorts á góðri meltingu og vegna þess að jarðvegurinn hefur breyst mikið á síðustu árum og er hann á mörgum stöðum talinn steinefnissnauðari en áður. Talið er að efni eins og "phytates" sem er að finna í kornmat og belgjurtum nái að grípa steinefni, þannig að þau verði ekki nýtanleg. Ensímin í þessari blöndu eru talin hjálpa til við að brjóta niður "phytates" og þannig gera líkamanum kleift að nýta steinefnin betur.
Innihaldslýsing:
Ingredients per serving | 3 capsules. | % RDI |
---|---|---|
Three-Phase Protease (endo- and exo-peptidases) (300,000 HUT) |
551 mg | * |
- Protease 4.5 (Aspergillus oryzae yeast product) | 255.000 HUT | |
- Protease 3.0 (Aspergillus niger) | 180 SAPU | |
- Peptidase (Aspergillus oryzae yeast product) | 15.000 HUT | |
- Protease 6.0 (Aspergillus oryzae yeast product) | 30.000 HUT | |
Enzyme mix | 551 mg | * |
- Amylase (Aspergillus oryzae yeast product) | 22.500 DU | |
- Bromelain (Ananas comosus extract) | 3.000.000 FCCPU | |
- Alfa-galactosidase (Aspergillus niger yeast product) | 450 GalU | |
- Glucoamylase (Aspergillus niger yeast product) | 30 AGU | |
- Lactase (Aspergillus oryzae yeast product) | 3.000 ALU | |
- Lipase (Candida cylindracea (C. Rugosa)) | 3.000 FIP | |
- Invertase (Saccharomyces cervisiae yeast product) | 1.275 SU | |
- Malt Diastase (Aspergillus oryzae) | 975 DP | |
- Fytase (Aspergillus niger) | 9 U | |
- Pectinase (Aspergillus niger) | 21 ENDO-PG | |
- Hemicellulase (Aspergillus niger) | 1.200 HCU | |
- Beta Glucanase (Trichoderma longibrachiatum) | 9 BG | |
- AstraZyme™ (patented blend of |
105 mg |
RDI = recommended daily reference intake based on a daily intake of 2000 kcal.
* = RDI unknown
Measurements of enzyme activity:
AGU = Amyloglucosidase Units
ALU = Acid Lactase Units
BG = Beta Glucanase Units
DP = Degrees of Diastatic Power
DU = Dextrinising Units
ENDO-PG = Endo-Polygalacturonase Units
FCCPU = Food Chemical Codex
FIP = Federation Internationale Pharmceutique
GalU = Galactosidase Units
HCU = Haemicellulase Units
HUT = Haemoglobin Unit on a L-Tyrosine Basis
SAPU = Spectrophotometric Acid Protease Units
SU = Sumner Units
U = Units
AstraZyme is a trademark of Enzymology Research Center, Inc.
Other ingredients: Plant-based cellulose, rice fibre, water.
Varnarorð:
Varan hentar ekki fyrir þá sem eru með magabólgur eða magasár.
Masszymes er fæðubótarefni og ætti aldrei að koma í stað heilbrigðs og fjölbreytts mataræðis. Geymið á þurrum og köldum stað.
Góðgerðamál: Fyrir hverjar 10 dollur af Masszymes sem eru seldar, gefur Bioptimizers 1 dollu til ameríska "Anti-Cancer" stofnunarinnar.
Fræðigreinar og heimildir
Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.