Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið

Fyrirtæki: Heilsubarinn, Sjafnarbrunnur 1

Netfang: heilsubarinn@heilsubarinn.is

Kennitala: 471021-0320

Starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur: Hrein Heilsa

Heilsubarinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar pantanir fara í gegnum þjónustu Górilla og Dropp.

- Hægt er að sækja pakka á næsta Dropp stað á höfuðborgarsvæðinu: 790kr. (990kr úti á landi)

- Frítt er að sækja pakka á næsta Dropp stað þegar verslað er fyrir 15 þúsund krónur.

- Heimsending á höfuðborgarsvæðinu: 1290kr (1390 á Suðurlandi)

- Utan höfuðborgarsvæðis – Pakki með Samskipum: 1350kr

- Þegar verslað er fyrir 20.000 kr eða meira á höfuðborgarsvæðinu sendum við þér vörurnar án endurgjalds.

Ef varan er ekki til á lager, munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiðslu sé varan ekki væntanleg aftur. 

Heilsubarinn.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. English: Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. English: Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

 

Based on 340 reviews
91%
(311)
5%
(17)
2%
(6)
1%
(3)
1%
(3)
Geggjað!

Nota engin önnur prótein lengur. Elska þetta!

Nu mind

Algjör snilld sem slær á hita köstin.

Tributyrinx

Er frekar ánægð þetta tekur samt tíma var bara á einni töflu í soldinn tíma búinn að færa mig í 2 og er ekki frá því að þetta hjálpar mikið maganum :) + holozymes frá sama fyrirtæki tíminn leiðir svo í ljós í 3 töflur en jú þetta hjálpar en frekar dýrt

Miðaldra næring

Virkar lygilega vel, finn talsverðan mun á mér enda er ég að taka fleiri bætiefni núna en áður. Það er hinsvegar of dýrt að geta ekki keypt stærri pakkningu í einu. 30 skammtar hafa ekki verið til síðan ég byrjaði að taka þetta. Kippa þessu í liðinn eða gefa magnafslátt🙂

Munnplástur (sensitive)

Vissi ekki að þessi vara væri til en var bent á þetta til að bæta svefn og ég get klárlega mælt með!

Þetta magnesíum og beserene

Þessi tvö efni hafa hjálpað mér þvílíkt mikið varðandi svefn og meltingu.
Hef lengi átt í vanda með hvoru tveggja en eftir að ég byrjaði að taka þessi efni - eru þessi vandamál nánast úr sögunni.
Ég sef lengur og betur þ.e. dýpri og betri svefn. Og meltingin nánast orðin góð.

Besta og hollasta kaffið

Ég hlakka núna alltaf til að drekka morgunkaffið mitt. Exhale hefur tekist að búa til kaffi sem er engu líkt. Ég mun panta nýjan skammt þegar ég er búin með þennan. Mæli líka með Heilsubarnum. Kaffipakkanum var komið til skila daginn efti að ég pantaði.

S
Magnesíum byltingin|Fyrir svefn og endurheimt
Sigríður Björg Haraldsdóttir
Betri svefn með Magnesium byltingu

Ég tek Magnesium byltinguna á kvöldin og finnst ég fljótari að sofna og sef betur yfir nóttina. Ég keypti það fyrst í lausasölu til að prufa en ákvað að fara í áskrift þegar ég fann hvað það gerir mikið fyrir mig.

Gott Magnesium

Öll fjölskyldan hefur verið að drekka þetta Magnesium með hindberja/límonaði bragði. Okkur finnst þetta mjög gott og virka jafn vel og hylkin. Mæli með.

Frábært kaffi

Ég hef notað Exhale kaffið í nokkrar vikur og er MJÖG ánægð með það. Nota House Roast. Að mínu mati er þetta besta lífræna kaffið sem ég hef prófað. Kærar þakkir fyrir frábært kaffi.

Virkar!

Er mjög ánægð með Curb! Það virkilega dregur úr sætindaþörf og minnkar þörf fyrir nart milli mála! Get mælt með og mun kaupa áfram!

Magnesíum byltingin

Magnesíum byltingin hefur verið bylting fyrir mig. Ég sef betur, finn varla fyrir sinadrætti eða fótapirringi á kvöldin og á nóttunni. Og ekki síst, þá eru hægðirnar betri og reglulegar 🥰

Mæli með:

Stenst allar mína væntingar með collagen, bragðlaust,hrærist vel,boostin verður mjög rjómakendur.

Frábær olía

Ég er mjög ánægð með þessa olíu, set smá út í kaffið á morgnanna, finnst þetta hafa góð áhrif á orkuna. Mæli með :)

Mjög gott

Mjög bragðgott prótín, bíð eftir að það komi aftur, mæli með!

H
Optimal Prenatal - hylki
Hrund Gautadóttir
Frábært vítamín

Ég keypti þetta fyrir dóttur mína þegar vítamínið hennar kláraðist, ég fór svo að taka þetta sjálf og finnst það frábært. Við erum hvorugar óléttar.

Fagleg og frábær

Það er dásamlegt að tala við Alettu. Hún er fagmaður fram í fingurgóma og nálgast viðfangsefnið á vísindalegan hátt. Hún sýnir mikla samkennd og er alveg ótrúlega klár, greinilega mjög vel lesin. Mér finnst hún hafa hjálpað mér meira en allir læknar sem ég hef hitt samanlagt - og þeir eru mjög margir. Mæli heilshugar með ef flókin heilsufarsvandamál eru til staðar!

Ó
Ashwagandha Extract
Óþekktur

Frábær vara - fann mun eftir 5.daga.

Frábær ráðgjöf!

"Ég var búin að vera mjög veik í tvö ár og alvarlega veik frá miðjum desember 2022. Ég hafði farið á milli lækna, verið send í alls konar rannsóknir og fengið ýmsar greiningar, sem sumar voru síðar dregnar í efa. Ég var að taka 25 til 30 töflur af kemískum lyfjum á dag. Ég hafði nær enga matarlyst, kúgaðist þegar ég reyndi að setja eitthvað ofan í mig og klígjaði við næstum því öllum mat sem ég horfði á eða fann lykt af. Ég var orðin mjög máttfarin, orkulaus, sljó, einbeitingarlaus, mjög þrútin í andliti og með bjúg á nokkrum stöðum í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli óútskýranlegri vanlíðan bæði andlega og líkamlega. Ég kastaði upp allri næringu sem ég setti ofan í mig hvort sem það var í föstu eða fljótandi formi. Í lokin var ég farin að kasta upp þeim lyfjum sem ég reyndi að innbyrða. Ég lá allan daginn í sófanum undir sæng og var í
rauninni orðin ósjálfbjarga því ég var svo þreklítil. Þrátt fyrir allar þessar rannsóknir fundust engar skýringar á uppköstunum og alvarlegu ástandi mínu.

Í byrjun apríl 2023 fékk ég tölvupóst frá Heilsubarnum þar sem Aletta Sørensen var kynnt til sögunnar. Ég ákvað að panta netspjall við hana og athuga hvort hún gæti hjálpað mér. Það hefur verið ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið. Það sem heillaði mig við Alettu strax í upphafi var að hún hlustaði á og heyrði það sem ég sagði. Síðan spurði hún mig markvissra spurninga og það voru akkúrat þær spurningar sem ég var að reyna að fá svör við hjá læknum. Ég skynjaði strax að hún tengdi við líðan mína þegar ég lýsti ástandi mínu fyrir henni. Hún vissi strax hvað var í gangi í líkamanum mínum. Hún er greinilega mjög næm á neyðarkall líkamans og fljót að finna leiðir til að laga það.

Í kjölfarið af netspjalli okkar setti hún saman prógramm sem spannaði allar daglegar athafnir mínar: næringu, bætiefni og hvernig á að taka þau, hreyfingu, hvíld og hvers ég mætti vænta í byrjun. Þar voru líka ráðleggingar um hvaða fæðutegundir ég ætti að leggja áherslu á og hvað ég ætti að forðast, a.m.k. á meðan ég var að byggja upp heilsu mína. Það er gríðarlega gott og traustvekjandi að hafa faglega leiðsögn með bætiefnin og mataræðið. Aletta er fagleg, örugg og hefur þægilegt viðmót. Hún setur mál sitt fram með skýrum hætti. Hún grípur ekki fram í þegar ég tala og tekur mig trúanlega. Hún talar auðvelda ensku og meira að segja ég skil það sem hún segir. Guðfinna hjá Heilsubarnum hefur verið með

. Einnig las hún saman, í sérstöku forriti fyrir heilbrigðisstarfsmenn, þau kemísku lyf sem ég var að taka. Þá kom
í ljós að þar voru tvær lyfjategundir sem voru beinlínis hættulegar saman og unnu illa með nokkrum öðrum lyfjum. Um páskana (í byrjun apríl) gleymdi ég að leysa út lyfin mín og gat því ekki tekið þau. Þá gerðist svolítið merkilegt. Ég hætti alveg að kasta upp. Það var því rétt sem Aletta hafði sagt áður um samsetningu lyfjanna. Þetta sýnir vel að Aletta veit hvað hún er að gera.

Ég þarf auðvitað enn þá að taka kemísk lyf en núna, tveimur mánuðum seinna, er ég aðeins að taka fimm kemískar lyfjategundir (8 töflur). Bætiefnin hafa komið í stað hinna með góðum árangri.

Aletta lagði ríka áherslu á það strax í upphafi og ítrekar það alltaf þegar þörf er á að allar lyfjabreytingar skildu vera í samráði við lækna. Hún útbjó bréf, sem ég gat tekið með mér til læknanna, með ábendingum og tillögum. Hún ryðst ekki yfir þeirra verksvið eða vanvirðir þeirra störf á nokkurn hátt. Hún vill vinna með þeim að betri heilsu og líðan fyrir mig. 

Aletta er virk í eftirfylgni og það er greinilegt að henni er mikið í mun að vita hvernig mér líður og hvernig gengur hjá mér. Það er ómetanlegt að finna stuðning hennar, finna að hún hefur áhuga á að ég nái árangri og allt sé að virka rétt. Hún sendir mér því tölvupóst af og til og ég get líka alltaf sent henni tölvupóst og fengið hjá henni bæði ráð og hvatningu. Einnig eigum við reglulega netspjall þar sem við förum yfir málin og hún uppfærir prógrammið mitt út frá líðan minni og ástandi líkamans. Ég á henni margt að þakka. Líf mitt er mikið betra í dag. Eftir að ég skipti yfir í bætiefnin frá Heilsubarnum undir hennar leiðsögn hef ég tekið miklum framförum, bæði líkamlega og andlega. Meira að segja hef ég aftur fengið minn upprunalega háralit en áður var ég orðin talsvert gráhærð. Matarlystin er betri, ég get farið í göngutúra og unnið létt heimilisverk flesta daga.

*** Ég hef aðeins verið undir hennar leiðsögn í tvo mánuði! ***
Við erum bara rétt að byrja :-)

Virkar vel á mig!

Skipti yfir í þetta D vítamín fyrir tæpum 3 mánuðum, var í basli með að ná upp D en hafði verið að taka annað. Fékk mælingu núna og var komin upp að efri viðmiðum :) svo þetta greinileg virkar vel og ég get jafnvel tekið pásu í sumarfríinu. Mun halda mig við þetta.

Mæli með Curalin

Finn að orkan yfir daginn er mikið jafnari og minni löngun í snarl milli máltíða fyrir vikið.
Finn jákvæðan mun á meltingu samhliða.

Taugakerfið

Betri vanlíðan, ég hef fundið betri mun à líkama mínum à tveimur mánuðum

Magnesíum sem virkar vel

Þetta er að virka mjög vel, hef verið að fá heiftarlegan sinadrátt í fætur sem hefur ekki komið frá því ég hóf inntöku

Frábært

Góð og frábær vara 😊 virkar mjög vel.