Þetta serum er hannað til að tækla sjáanlegan estrógen skort í húð, svo sem tap á teygjanleika, þurrk, fínar línur, hrukkur og ójafnan húðlit.
Andlits serumið frá Quicksilver er hannað sérstaklega fyrir konur á tímabilinu fyrir og eftir tíðahvörf með estríoli, koparpeptíðum og hýalúrónsýru fyrir unglegra og frískandi útlit.
Um innihaldsefnin:
- Kopar Trípeptíð, GHK-Cu: Þetta merkilega, viðgerðarpéptíð hjálpar til við framleiðslu kollagens og elastíns fyrir aukinn teygjanleika og bjartara andlit.
- Estríól og estradíól: Aðstoðar við að endurheimta einkenni estrógen-skorts í húð - frábært fyrir kollagen myndun, teygjanleika og mýkt í hrukkuðri húð.
- Mjög gegndræpt C-vítamín (tetrahexyldecyl ascorbate): Vandað, fituleysanlegt andoxunarefni sem hjálpar til við að verja gegn ljósöldrun og skemmdum af völdum útfjólublárrar geislunar, hvetur kollagenframleiðslu og hjálpar til við að minnka kollagenniðurbrot á sama tíma og það styður við "hyperpigmenteringu" og ljómandi húð.
- Hýalurónsýra og E vítamín: Tvö af þeim mest rakagefandi andoxunarefnum til að endurnýja og næra húðina.
- Bakuchiol útdráttur: Þetta plöntuefni sem er með retinol-líka eiginleika án aukaverkana getur hjálpað til við að tækla fínar línur og hrukkur.
- Lavander olía: Þessi róandi olía hjálpar til við að róa rauðleita og húðskemmdir af völdum UV geisla og getur hjálpað við að jafna húðlitinn.
Athugaðu að ef þú ert með efnaóþol eða viðkvæm fyrir lykt þá er ekki víst að varan henti þar sem hún inniheldur lavander olíu.
Notkun:
Eftir að hafa hreinsað húðina, er gott að nota 1-2 pumpur og nudda inní aðeins raka húð og háls. Láttu serumið fara vel í húðina og notaðu svo rakakrem eftir á.